Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 13:00 Lögreglan í Manchester telur líklegt að Reynhard Sinaga sé einn versti nauðgari sögunnar. Mynd/Lögreglan í Manchester Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér. Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér.
Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira