Telja ofveiði rostunga hafa átt þátt í hvarfi norrænna byggða á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 10:40 Beinagrind úr rostungi. Skögultennurnar voru munaðarvara á miðöldum og notaðar til að skera út skrautmuni. Vísir/Getty Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star. Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star.
Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00