Ragnar með tilboð frá Skandinavíu og Tyrklandi: Til í að prófa Asíu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. janúar 2020 12:30 Ragnar í landsleik gegn Sviss á síðasta ári. vísir/epa Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu. Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu.
Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10
Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48