Segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 19:45 Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45