Handbolti

Danir lögðu Norð­menn í hörku­leik og naumt tap hjá Erlingi gegn Túnis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikkel Hansen leikmaður Dana.
Mikkel Hansen leikmaður Dana. vísir/epa

Danir unnu í dag þriggja marka sigur á Norðmönnum, 28-25, er liðin mættust í Gulldeildinni í handbolta.

Mótið er upphitunarmót fyrir EM sem hefst síðar í mánuðinum en Danirnir voru 15-12 yfir í hálfleik.







Norðmenn komust yfir í síðari hálfleik en Danirnir snéru taflinu aftur sér í hag og vann að endingu þriggja marka sigur, 28-25.

Norðmenn eru með Frökkum, Portúgal og Bosníu í riðli sem fer fram í Þrándheimi en Dainr mæta Íslandi í fyrsta leik þann 11. janúar.

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í Hollandi töpuðu með einu marki gegn Túnis, 30-29, en Hollendingar eru á leið á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×