Bræður fengu fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikið kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 13:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt. Dómsmál Fíkn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent