Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 10:15 Niðursveiflan í sölu nýrra bíla á síðasta ári var meiri en búist var við. Vísir/Vilhelm Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%. Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%.
Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16