Handbolti

Ungverjar án lykilmanna á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Laszlo Nagy hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en hann er orðinn 38 ára gamall.
Laszlo Nagy hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en hann er orðinn 38 ára gamall. vísir/getty

Ungverjar búast ekki við miklu af sínu liði á EM en Ungverjar eru í riðli með Íslendingum á mótinu.

Ungverjar líta á þetta mót sem hluta af uppbyggingu fyrir EM 2022 samkvæmt grein á heimasíðu mótsins. EM 2022 fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Stórskyttan Laszlo Nagy er hætt að spila með landsliðinu en hann verður þá á bekknum sem aðstoðarþjálfari. Hann er einnig orðinn varaforseti handknattleikssambands þjóðarinnar.

Leiðtogi liðsins, Mate Lekai, mun missa af mótinu vegna meiðsla og því þurfa yngri menn að stíga upp. Þar er helst horft til hins 203 sentimetra Richard Bodo en hann er lykilmaður á báðum endum vallarins.

Istvan Gulyas tók við liðinu síðasta sumar en þessi fyrrum leikmaður Veszprém er að stýra landsliði í fyrsta sinn á ferlinum.

Ungverjar urðu í 14. sæti á síðasta EM en gekk vel í undankeppninni núna fyrir EM og liðið telur sig vera á réttri leið en liðið á að toppa á EM eftir tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×