Enski boltinn

Agüero ekki með gegn Lyon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Agüero meiddist á hné í leik Manchester City og Burnley í ensku úrvalsdeildinni 22. júní.
Sergio Agüero meiddist á hné í leik Manchester City og Burnley í ensku úrvalsdeildinni 22. júní. getty/Michael Regan

Sergio Agüero getur ekki leikið með Manchester City þegar liðið mætir Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Agüero gekkst undir aðgerð á hné í júní og er ekki enn búinn að jafna sig. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, sagði að hann myndi ekki spila í kvöld og óvíst hvort hann yrði með í framhaldinu, ef City vinnur Lyon. 

Agüero fór í aðgerðina í Barcelona og er enn þar í borg í endurhæfingu. Ef City sigrar Lyon á morgun mætir liðið Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. 

Líkt og allir leikirnir í átta liða úrslitunum fara undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir í Meistaradeildinni fram í Lissabon.

Agüero hefur aðeins leikið þrjá leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili og skorað tvö mörk. Argentínski framherjinn hefur skorað 23 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Gabriel Jesus var í byrjunarliði City í báðum leikjunum gegn Real Madrid í sextán liða úrslitunum og heldur væntanlega sæti sínu gegn Lyon annað kvöld.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×