Handbolti

Norðmenn lögðu Svía

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sander Sagosen var markahæstur í liði Norðmanna í dag.
Sander Sagosen var markahæstur í liði Norðmanna í dag. Vísir/Getty

Noregur lagði Svíþjóð í EM karla í handbolta með þriggja marka mun í kvöld, lokatölur 23-20. Sigurinn þýðir að Norðmenn eru komnir með annan fótinn í undanúrslit mótsins en liðið er með sex stig í efsta sæti milliriðils II á meðan Svíþjóð er á botni riðilsins án stiga þó svo að mótið fari fram í Svíþjóð.

Sigur Svía hefði sett milliriðil II í mikið uppnám þar sem öll riðilsins hefðu þá verið með fjögur eða tvö stig. Svo fór þó ekki og Norðmenn voru mikið mun betri aðilinn frá upphafi til enda.

Mest náðu Norðmenn fimm marka forystu í leiknum en þeim tókst aldrei að stinga heimamenn endanlega af. Heimamenn áttu möguleika á að minnka muninn niður í eitt mark undir lok leiks en þeir klúðruðu þá á tveimur dauðafærum í röð. Nær komust þeir ekki og Norðmenn unnu þriggja marka sigur, lokatölur 23-20.

Sander Sagosen var allt í öllu í sóknarleik Norðmanna en hann gerði alls átta mörk. Þá varði Torbjørn Sittrup Bergerud 13 af 31 skoti Svía í leiknum sem gerir 42% markvörslu. Hjá Svíum var Lucas Pellas markahæstur með fimm mörk.






Tengdar fréttir

Ungverjar unnu nauman sigur á Slóvenum

Ungverjar lönduðu mikilvægum sigri á Slóvenum í milliriðli á EM í handbolta. Lokatölur 29-28 og Ungverjar því komnir með fjögur stig í milliriðlinum ásamt Slóvenum og Norðmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×