Horfir til þess að farið verði yfir tilfelli vetrarins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2020 21:00 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar horfir til þess að farið verði yfir tilfelli vetrarins þar sem slys hafa orðið á ferðamönnum með tilliti til þess hvernig bæta megi kerfið. Heilmikil fræðsla sé til staðar fyrir ferðamenn, en lengi má gott bæta. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir heilmikla fræðslu til staðar fyrir ferðamenn. Helst ber að nefna verkefnið Safe travel sem er hluti af samstarfi ferðaþjónustunnar, Landsbjargar og stjórnvalda og snýr að því að miðla upplýsingum til ferðamanna á einfaldan máta. „Við teljum að við höfum góða mynd af því að ferðamenn séu að nýta sér þessar upplýsingar. Við vitum að fyrirtækin í landinu eru að nýta sér það mjög mikið. Við erum með mjög gott forvarnarstarf í gangi á hverjum degi til þess að benda fólki á hvaða sérstöku aðstæður geta leynst á Íslandi og hvernig fólk þurfi að taka mið af því,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Atburðir vetrarins hafi þó sýnt að þörf sé á aukinni fræðslu „Við erum að sjálfsögðu að horfa til þess að það verði farið yfir þessi tilvik á viðkomandi stöðum hjá yfirvöldum og ég geri ráð fyrir því að það verði gert líka hjá Landsbjörg og hvernig sé hægt að bæta þetta kerfi. Ég veit að fyrirtækin horfa mikið til þess hvernig þau geta komið betri upplýsingum til ferðamanna. Það er fullt í gangi í þessum efnum bara núna eins og alltaf. Þegar koma svona hrinur eins og hafa gengið yfir á undanförnu þá held ég að menn taki sig enn betur á í því,“ sagði Jóhannes. Þörf sé á því að fræða ferðamenn um hvernig aka eigi á þjóðveginum. Yfir vetrartímann skipti máli að ferðamenn geti aflað sér upplýsinga um veðráttu. „Og ekki síður að kenna fólki hvernig á að lesa úr ýmsum veðurtilbrigðum. Hvað er skafrenningur? Hvað er stormur? Hvað þýða þessir hlutir. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar horfir til þess að farið verði yfir tilfelli vetrarins þar sem slys hafa orðið á ferðamönnum með tilliti til þess hvernig bæta megi kerfið. Heilmikil fræðsla sé til staðar fyrir ferðamenn, en lengi má gott bæta. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir heilmikla fræðslu til staðar fyrir ferðamenn. Helst ber að nefna verkefnið Safe travel sem er hluti af samstarfi ferðaþjónustunnar, Landsbjargar og stjórnvalda og snýr að því að miðla upplýsingum til ferðamanna á einfaldan máta. „Við teljum að við höfum góða mynd af því að ferðamenn séu að nýta sér þessar upplýsingar. Við vitum að fyrirtækin í landinu eru að nýta sér það mjög mikið. Við erum með mjög gott forvarnarstarf í gangi á hverjum degi til þess að benda fólki á hvaða sérstöku aðstæður geta leynst á Íslandi og hvernig fólk þurfi að taka mið af því,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Atburðir vetrarins hafi þó sýnt að þörf sé á aukinni fræðslu „Við erum að sjálfsögðu að horfa til þess að það verði farið yfir þessi tilvik á viðkomandi stöðum hjá yfirvöldum og ég geri ráð fyrir því að það verði gert líka hjá Landsbjörg og hvernig sé hægt að bæta þetta kerfi. Ég veit að fyrirtækin horfa mikið til þess hvernig þau geta komið betri upplýsingum til ferðamanna. Það er fullt í gangi í þessum efnum bara núna eins og alltaf. Þegar koma svona hrinur eins og hafa gengið yfir á undanförnu þá held ég að menn taki sig enn betur á í því,“ sagði Jóhannes. Þörf sé á því að fræða ferðamenn um hvernig aka eigi á þjóðveginum. Yfir vetrartímann skipti máli að ferðamenn geti aflað sér upplýsinga um veðráttu. „Og ekki síður að kenna fólki hvernig á að lesa úr ýmsum veðurtilbrigðum. Hvað er skafrenningur? Hvað er stormur? Hvað þýða þessir hlutir.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent