Van Dijk maður leiksins i sigri Liverpool gegn Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 18:45 Van Dijk var frábær í hjarta varnarinnar hjá Liverpool í dag. Getty/Vísir Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1 Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1
Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30
Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30