Kalla út herinn vegna fannfergis eftir sprengilægð á Nýfundnalandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 13:51 Íbúi í St. John's mokar leið að húsi sínu í gær. Bílar grófust í fönn og almenn umferð var bönnuð vegna fannfergisins. AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Kanada Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Sjá meira