Vladimir Ashkenazy sestur í helgan stein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 21:05 Vladimir Ashkenazy á sínum stað. Mynd/Sinfó Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá öllu tónleikahaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. Þar segir að hinn 82 ára gamli Ashkenazy hefur verið meðal fremstu tónlistarmanna heims í meira en hálfa öld. Samstarf Ashkenazys og Sinfóníuhljómsveitar Íslands spannar meira en hálfa öld. Hann kom fyrst fram með hljómsveitinni árið 1964 í píanókonserti nr. 3 eftir Rakhmanínov, og stjórnaði henni í fyrsta sinn árið 1971, í píanókonserti eftir Mozart með Daniel Barenboim í einleikshlutverki. Hann hefur verið heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2002 og hefur stjórnað henni í mörgum meistaraverkum tónbókmenntanna, meðal annars Stríðssálumessu Brittens, Das Lied von der Erde eftir Mahler, og Níundu sinfóníunni og Missa solemnis eftir Beethoven. Ashkenazy var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands í apríl 2018Mynd/Sinfó Þá flutti hann allar sinfóníur Brahms með hljómsveitinni í sérstökum „Brahms-hring“ á árunum 2014–17. Ashkenazy gegndi lykilhlutverki í því að hvetja ráðamenn til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík og stjórnaði opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu vorið 2011. Síðast kom hann fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tólf tónleikum í Japan í nóvember 2018. Ashkenazy var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands í apríl 2018 fyrir framlag sitt til íslensks tónlistar- og menningarlífs. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann hlaut önnur verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá árið 1955, og hann hreppti síðan fyrstu verðlaun í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 1956 og Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu 1962. Allar götur síðan hefur hann ferðast heimshorna á milli ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og haldið tónleika ásamt fremsta tónlistarfólki heims. „Á þessum tímamótum er hljóðfæraleikurum og starfsfólki Sinfóníuhljómsveitar Íslands efst í huga þakklæti fyrir allt það óeigingjarna starf sem Vladimir Ashkenazy hefur unnið í þágu íslensks tónlistarlífs. Hann hefur verið óþreytandi talsmaður hljómsveitarinnar á alþjóðlegum vettvangi, fengið til samstarfs við hana tónlistarfólk á heimsmælikvarða og unnið að framgangi hennar með hljóðritunum og nú síðast í viðamikilli tónleikaferð til Japans. Ashkenazy er einstakur listamaður, hógvær og lítillátur en um leið vandvirkur og djúpur í list sinni, vinur menningar og mennsku í öllum sínum birtingarmyndum. Við óskum honum og Þórunni alls hins besta á komandi árum með innilegu þakklæti fyrir ómetanlegt samstarf,“ er haft eftir Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menning Tímamót Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Tengdar fréttir Sannfærður um velgengni í Japan Sinfóníuhljómsveit Íslands er á leið í tónleikaferð til Japans ásamt aðalheiðursstjórnanda sínum, Vladimir Ashkenazy. 30. október 2018 07:30 Þetta starf er alltaf jafn skemmtilegt Klarínettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Hann segir frábært að spila í Hörpu. 28. nóvember 2019 08:00 Vladimir Ashkenazy sæmdur fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti hljómsveitarstjóranum og píanistanum Vladimir Ashkenazy stórkross hinnar íslensku fálkaorðu. 19. apríl 2018 20:20 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá öllu tónleikahaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. Þar segir að hinn 82 ára gamli Ashkenazy hefur verið meðal fremstu tónlistarmanna heims í meira en hálfa öld. Samstarf Ashkenazys og Sinfóníuhljómsveitar Íslands spannar meira en hálfa öld. Hann kom fyrst fram með hljómsveitinni árið 1964 í píanókonserti nr. 3 eftir Rakhmanínov, og stjórnaði henni í fyrsta sinn árið 1971, í píanókonserti eftir Mozart með Daniel Barenboim í einleikshlutverki. Hann hefur verið heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2002 og hefur stjórnað henni í mörgum meistaraverkum tónbókmenntanna, meðal annars Stríðssálumessu Brittens, Das Lied von der Erde eftir Mahler, og Níundu sinfóníunni og Missa solemnis eftir Beethoven. Ashkenazy var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands í apríl 2018Mynd/Sinfó Þá flutti hann allar sinfóníur Brahms með hljómsveitinni í sérstökum „Brahms-hring“ á árunum 2014–17. Ashkenazy gegndi lykilhlutverki í því að hvetja ráðamenn til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík og stjórnaði opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu vorið 2011. Síðast kom hann fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tólf tónleikum í Japan í nóvember 2018. Ashkenazy var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands í apríl 2018 fyrir framlag sitt til íslensks tónlistar- og menningarlífs. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann hlaut önnur verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá árið 1955, og hann hreppti síðan fyrstu verðlaun í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 1956 og Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu 1962. Allar götur síðan hefur hann ferðast heimshorna á milli ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og haldið tónleika ásamt fremsta tónlistarfólki heims. „Á þessum tímamótum er hljóðfæraleikurum og starfsfólki Sinfóníuhljómsveitar Íslands efst í huga þakklæti fyrir allt það óeigingjarna starf sem Vladimir Ashkenazy hefur unnið í þágu íslensks tónlistarlífs. Hann hefur verið óþreytandi talsmaður hljómsveitarinnar á alþjóðlegum vettvangi, fengið til samstarfs við hana tónlistarfólk á heimsmælikvarða og unnið að framgangi hennar með hljóðritunum og nú síðast í viðamikilli tónleikaferð til Japans. Ashkenazy er einstakur listamaður, hógvær og lítillátur en um leið vandvirkur og djúpur í list sinni, vinur menningar og mennsku í öllum sínum birtingarmyndum. Við óskum honum og Þórunni alls hins besta á komandi árum með innilegu þakklæti fyrir ómetanlegt samstarf,“ er haft eftir Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Menning Tímamót Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Tengdar fréttir Sannfærður um velgengni í Japan Sinfóníuhljómsveit Íslands er á leið í tónleikaferð til Japans ásamt aðalheiðursstjórnanda sínum, Vladimir Ashkenazy. 30. október 2018 07:30 Þetta starf er alltaf jafn skemmtilegt Klarínettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Hann segir frábært að spila í Hörpu. 28. nóvember 2019 08:00 Vladimir Ashkenazy sæmdur fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti hljómsveitarstjóranum og píanistanum Vladimir Ashkenazy stórkross hinnar íslensku fálkaorðu. 19. apríl 2018 20:20 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sannfærður um velgengni í Japan Sinfóníuhljómsveit Íslands er á leið í tónleikaferð til Japans ásamt aðalheiðursstjórnanda sínum, Vladimir Ashkenazy. 30. október 2018 07:30
Þetta starf er alltaf jafn skemmtilegt Klarínettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Hann segir frábært að spila í Hörpu. 28. nóvember 2019 08:00
Vladimir Ashkenazy sæmdur fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti hljómsveitarstjóranum og píanistanum Vladimir Ashkenazy stórkross hinnar íslensku fálkaorðu. 19. apríl 2018 20:20