Enski boltinn

Fyrsta deildar­­mark Jóns Daða í 476 daga kom gegn gömlu fé­lögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði í leik með Millwall í ensku bikarkeppninni á dögunum.
Jón Daði í leik með Millwall í ensku bikarkeppninni á dögunum. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson skoraði loksins deildamark á Englandi er hann skoraði síðara mark Millwall í 2-0 sigri á Reading.

Selfyssingurinn byrjaði á bekknum en kom inn á er ellefu mínútur voru eftir. Mark hans kom svo þremur mínútum síðar.







Þetta var fyrsta deildarmark Jóns Daða frá því að hann skoraði fyrir, einmitt Reading, gegn Brentford þann 29. september árið 2018.

Millwall hefur verið á mikilli siglingu og er komið upp í sjöunda sæti deildarinnar og nálgast umspil.

Úrslit dagsins:

QPR - Leeds 1-0

Birmingham - Cardiff 1-1

Bristol - Barnsley 1-0

Derby - Hull 1-0

Huddersfield - Brentford 0-0

Millwall - Reading 2-0

Preston - Charlton 2-1

Sheffield Wednesday - Blackburn 0-5

Swansea - Wigan 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×