Erlent

Ráðherra sem vitnaði í Göbbels sparkað úr ríkisstjórn

Kjartan Kjartansson skrifar
Roberto Alvim brást hart við gagnrýni á ávarp sitt og sagði að um tilviljun hefði verið að ræða í orðavali.
Roberto Alvim brást hart við gagnrýni á ávarp sitt og sagði að um tilviljun hefði verið að ræða í orðavali. Vísir/EPA

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun.

Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler.

„Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær.

Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna.

Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×