Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 10:05 Ríkisþinghúsið í Richmond var girt af eftir að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi vegna samkomu vopnaáhugamanna sem hægriöfgamenn virtust ætla að hleypa upp. Skotvopn hafa verið bönnuð tímabundið í höfuðstaðnum. AP/Dean Hoffmeyer/Richmond Times-Dispatch Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira