Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:53 Slysið varð við Háöldukvísl á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand. VÍSIR/LANDMÆLINGAR Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08