Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:08 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12