Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 17:41 Björgvin Páll Gústavsson gerði sitt í markinu en hriplek íslensk vörn var ekki að gera honum lífið auðveldara fyrir. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. Íslenska liðið gaf Slóvenum fimm marka forskot í upphafi leiks og var í hálfgerðum eltingarleik eftir það. Slóvenar fóru alltof of auðveldlega með íslensku vörnina og íslenska liðið fór illa með mörg góð færi í sóknarleiknum. Varamennirnir gáfu íslenska liðinu smá neista eftir slaka byrjun en án meira framlags frá bestu mönnum liðsins var sigur Slóvena aldrei í alvöru hættu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Björgvin Páll Gústavsson og Viggó Kristjánsson var bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar og fá báðir fimm fyrir frammistöðu sína. Staðan á Aroni Pálmarssyni er aftur á móti mikið áhyggjuefni en hann fær tvist annan leikinn í röð. Einn besti handboltamaður heims á ekki að geta spilað svona illa tvo leiki í röð. Aron var þó ekki eini lykilmaðurinn sem fær tvist því þeir Elvar Örn Jónsson og Kári Kristjánsson fá líka svo lágt. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Slóveníu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (13 varin skot- 42:36 mín.) Björgvin Páll var frábær í markinu. Auðvitað er hægt að kalla á meira frá honum en hann reif sig í gang eftir síðasta leik og var með tæplega 40 prósent markvörslu. Það er alls ekki slæmt á þessu sviði en oftar en ekki fengu Slóvenar alltaf góð skotfæri.Bjarki Már Elísson , vinstra horn - 4 (6/2 mörk - 58:27 mín.) Bjarki Már spilaði heilt yfir mjög góðan leik. Ótrúlega kröftugur og snjall. Hefði mátt nýta færin betur í seinni hálfleik en skoraði sex mörk úr níu skotum. Með meiri aga hefði hann skorað fleiri mörk. Virkaði kaldur og kærulaus í nokkrum færum.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (3 mörk - 34:36 mín.) Aron fann engan takt í sínum leik. Hélt áfram þar sem frá var horfið gegn Ungverjum þar sem hann var langt frá sínu besta. Virkaði orkulaus fremur en áhugalaus. Hann verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt en því miður fyrir hann þá gekk það ekki upp. Menn geta ekki skýlt sér á bak við það að samherjarnir séu ekki nægilega sterkir því einn besti leikmaður heims á einfaldlega að gera betur.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 26:58 mín.) Janus Daði átti skínandi leik. Var í erfiðleikum í upphafi en fann síðan fínan takt. Skilaði fjórum mörkum úr sjö skotum og fimm stoðsendingum. Hann hefur sýnt okkur á þessu móti að með meiri reynslu getur hann hæglega stýrt íslenska liðinu til betri vegar í framtíðinni.Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (1 mark - 36:48 mín.) Alexander mætti í raun ekki til leiks í sóknarleiknum. Hann er hins vegar afar öflugur varnarlega en mikið hefur mætt á honum allt mótið enda hefur hann fengið litla hvíld. Þar er ekki við hann að sakast. Án hans hefði íslenska liðið ekki komist í þennan milliriðil.Sigvaldi Guðjónsson , hægra horn - 4 (3 mörk - 60:00 mín.) Sigvaldi er ljósið í myrkrinu. Leikmaður með hrikalega hæfileika en auðvitað reynslulítill enn sem komið er. Hinu má ekki gleyma að hann hefur mikla reynslu úr Meistaradeildinni í handbolta og er algjörlega tilbúinn fyrir þetta stóra svið. Framtíðarmaður og það verður erfitt að taka af honum stöðuna.Kári Kristjánsson, lína - 2 (1 mark - 21:00 mín.) Kári átti í erfiðleikum allan leikinn. Hann var í vandræðum með að koma sér í stöðu og leikmenn íslenska liðsins jafnfram í erfiðleikum með að finna hann. Það er meingallað að Kári getur ekki spilað vörn. Þrátt fyrir að vera sterkur sóknarlega getum við ekki leyft okkur þann munað að vera með línumann sem getur ekki staðið varnarleikinn.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 3 (8 stopp - 33:58 mín.) Ýmir hefur leikið vel á mótinu til þessa en þetta var hans langslakasti leikur. Auðvitað var hann að spila á móti mörgum af bestu sóknarmönnum heims sem oftar en ekki voru í litlum vandræðum með að koma sér framhjá þessum besta varnarmanni íslenska liðsins. Er hins vegar á réttri leið.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2 (7 stopp - 31:57 mín.) Elvar leggur sig fram í hverjum einasta leik. Varnarlega hefur hann staðið vaktina en hefur ekki náð að vakna til lífsins í sóknarleiknum og fékk fá tækifæri þar í leiknum í dag. Það er greinilegt að Guðmundur treysti honum ekki í verkefnið enda hefur verið lítið að frétt af honum í sókninni.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (7/3 varin skot- 14:49 mín.) Viktor Gísli sýndi okkur enn og aftur að hann er magnað efni í markinu. Varði þrjú vítaköst og alls sjö skot. Hann er ungur að árum og nú er mikilvægt að hann fá meiri tíma í næstu leikjum enda verið að byggja til framtíðar.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (5 mörk - 23:12 mín.) Viggó var frábær eftir að hann leysti Alexander að hólmi. Stóð sig í stykkinu og gott betur eins og gegn Rússum. Sannaði rækilega tilverurétt sinn í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti. Það er hægt að finna hnökra á hans varnarleik en ástæðulaust að gera of mikið því enda er strákurinn að slíta barnsskónum á stórmóti.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 26:57 mín.) Ólafur sýndi lipra takta í sókninni í leiknum og skoraði þrjú góð mörk í fyrri hálfleiknum. Það var ógn af honum utan af velli og vonandi nær hann að byggja ofan á þetta í næstu leikjum. Það er óþarfi að tala Ólafi varnarlega því þar er hann liðinu mikilvægur.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði of lítiðArnór Þór Gunnarsson, hægra horn - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Guðmundur lagði upp með sama varnarleik og í fyrstu þremur leikjunum. Hann var kannski of seinn að bregðasti við þegar Slóvenar léku okkur sundur og saman með Dean Bombac í fararbroddi. Hann brást við með því að færa varnarleikinn aftar en það var kannski fullseint. Spurning hvort ekki hefði mátt gera fyrr breytingar í sókninni. Aron Pálmarsson fann engan takt og Alexander var orkulaus. Er nema von. Guðmundur virðist hins vegar vera á réttri leið með liðið, yngri kynslóðin hefur sýnt að henni er treystandi.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. Íslenska liðið gaf Slóvenum fimm marka forskot í upphafi leiks og var í hálfgerðum eltingarleik eftir það. Slóvenar fóru alltof of auðveldlega með íslensku vörnina og íslenska liðið fór illa með mörg góð færi í sóknarleiknum. Varamennirnir gáfu íslenska liðinu smá neista eftir slaka byrjun en án meira framlags frá bestu mönnum liðsins var sigur Slóvena aldrei í alvöru hættu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Björgvin Páll Gústavsson og Viggó Kristjánsson var bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar og fá báðir fimm fyrir frammistöðu sína. Staðan á Aroni Pálmarssyni er aftur á móti mikið áhyggjuefni en hann fær tvist annan leikinn í röð. Einn besti handboltamaður heims á ekki að geta spilað svona illa tvo leiki í röð. Aron var þó ekki eini lykilmaðurinn sem fær tvist því þeir Elvar Örn Jónsson og Kári Kristjánsson fá líka svo lágt. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Slóveníu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (13 varin skot- 42:36 mín.) Björgvin Páll var frábær í markinu. Auðvitað er hægt að kalla á meira frá honum en hann reif sig í gang eftir síðasta leik og var með tæplega 40 prósent markvörslu. Það er alls ekki slæmt á þessu sviði en oftar en ekki fengu Slóvenar alltaf góð skotfæri.Bjarki Már Elísson , vinstra horn - 4 (6/2 mörk - 58:27 mín.) Bjarki Már spilaði heilt yfir mjög góðan leik. Ótrúlega kröftugur og snjall. Hefði mátt nýta færin betur í seinni hálfleik en skoraði sex mörk úr níu skotum. Með meiri aga hefði hann skorað fleiri mörk. Virkaði kaldur og kærulaus í nokkrum færum.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (3 mörk - 34:36 mín.) Aron fann engan takt í sínum leik. Hélt áfram þar sem frá var horfið gegn Ungverjum þar sem hann var langt frá sínu besta. Virkaði orkulaus fremur en áhugalaus. Hann verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt en því miður fyrir hann þá gekk það ekki upp. Menn geta ekki skýlt sér á bak við það að samherjarnir séu ekki nægilega sterkir því einn besti leikmaður heims á einfaldlega að gera betur.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 26:58 mín.) Janus Daði átti skínandi leik. Var í erfiðleikum í upphafi en fann síðan fínan takt. Skilaði fjórum mörkum úr sjö skotum og fimm stoðsendingum. Hann hefur sýnt okkur á þessu móti að með meiri reynslu getur hann hæglega stýrt íslenska liðinu til betri vegar í framtíðinni.Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (1 mark - 36:48 mín.) Alexander mætti í raun ekki til leiks í sóknarleiknum. Hann er hins vegar afar öflugur varnarlega en mikið hefur mætt á honum allt mótið enda hefur hann fengið litla hvíld. Þar er ekki við hann að sakast. Án hans hefði íslenska liðið ekki komist í þennan milliriðil.Sigvaldi Guðjónsson , hægra horn - 4 (3 mörk - 60:00 mín.) Sigvaldi er ljósið í myrkrinu. Leikmaður með hrikalega hæfileika en auðvitað reynslulítill enn sem komið er. Hinu má ekki gleyma að hann hefur mikla reynslu úr Meistaradeildinni í handbolta og er algjörlega tilbúinn fyrir þetta stóra svið. Framtíðarmaður og það verður erfitt að taka af honum stöðuna.Kári Kristjánsson, lína - 2 (1 mark - 21:00 mín.) Kári átti í erfiðleikum allan leikinn. Hann var í vandræðum með að koma sér í stöðu og leikmenn íslenska liðsins jafnfram í erfiðleikum með að finna hann. Það er meingallað að Kári getur ekki spilað vörn. Þrátt fyrir að vera sterkur sóknarlega getum við ekki leyft okkur þann munað að vera með línumann sem getur ekki staðið varnarleikinn.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 3 (8 stopp - 33:58 mín.) Ýmir hefur leikið vel á mótinu til þessa en þetta var hans langslakasti leikur. Auðvitað var hann að spila á móti mörgum af bestu sóknarmönnum heims sem oftar en ekki voru í litlum vandræðum með að koma sér framhjá þessum besta varnarmanni íslenska liðsins. Er hins vegar á réttri leið.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2 (7 stopp - 31:57 mín.) Elvar leggur sig fram í hverjum einasta leik. Varnarlega hefur hann staðið vaktina en hefur ekki náð að vakna til lífsins í sóknarleiknum og fékk fá tækifæri þar í leiknum í dag. Það er greinilegt að Guðmundur treysti honum ekki í verkefnið enda hefur verið lítið að frétt af honum í sókninni.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (7/3 varin skot- 14:49 mín.) Viktor Gísli sýndi okkur enn og aftur að hann er magnað efni í markinu. Varði þrjú vítaköst og alls sjö skot. Hann er ungur að árum og nú er mikilvægt að hann fá meiri tíma í næstu leikjum enda verið að byggja til framtíðar.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (5 mörk - 23:12 mín.) Viggó var frábær eftir að hann leysti Alexander að hólmi. Stóð sig í stykkinu og gott betur eins og gegn Rússum. Sannaði rækilega tilverurétt sinn í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti. Það er hægt að finna hnökra á hans varnarleik en ástæðulaust að gera of mikið því enda er strákurinn að slíta barnsskónum á stórmóti.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 26:57 mín.) Ólafur sýndi lipra takta í sókninni í leiknum og skoraði þrjú góð mörk í fyrri hálfleiknum. Það var ógn af honum utan af velli og vonandi nær hann að byggja ofan á þetta í næstu leikjum. Það er óþarfi að tala Ólafi varnarlega því þar er hann liðinu mikilvægur.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði of lítiðArnór Þór Gunnarsson, hægra horn - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Guðmundur lagði upp með sama varnarleik og í fyrstu þremur leikjunum. Hann var kannski of seinn að bregðasti við þegar Slóvenar léku okkur sundur og saman með Dean Bombac í fararbroddi. Hann brást við með því að færa varnarleikinn aftar en það var kannski fullseint. Spurning hvort ekki hefði mátt gera fyrr breytingar í sókninni. Aron Pálmarsson fann engan takt og Alexander var orkulaus. Er nema von. Guðmundur virðist hins vegar vera á réttri leið með liðið, yngri kynslóðin hefur sýnt að henni er treystandi.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira