Enski boltinn

Gylfi fær ekki tæki­færi á að leika eftir drauma­markið gegn West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu gegn West Ham.
Gylfi fagnar markinu gegn West Ham. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton um helgina er liðið mætir West Ham á útivelli.

Síðan Carlo Ancelotti tók við Everton hefur Gylfi Þór byrjað alla leiki liðsins; bæði í deild og bikar.

Gylfi Þór er meiddur og verður ekki orðinn leikfær á morgun en síðast skoraði Gylfi draumamark gegn West Ham þann 19. október síðastliðinn





Það verður ekki bara Gylfi sem verður ekki með Everton á morgun en Richarlison er einnig á meiðslalistanum.

Blóðtaka fyrir Everton en Richarlison skoraði einmitt sigurmarkið gegn Brighton um síðustu helgi.

Everton er í 11. sæti deildarinnar en West Ham er í 16. sætinu. David Moyes var ekki fyrir svo löngu ráðinn stjóri West Ham.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×