Náttúruöflin Drífa Snædal skrifar 17. janúar 2020 14:00 Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun