Nítján ára gamall að fá tækifæri í aðalliði Man Utd og minnir stjórann á Gary Neville Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:30 Brandon Williams er búinn að skapa sér nafn hjá Manchester United þar sem hann er alinn upp. Getty/ Alex Livesey Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Brandon Williams hefur stimplað sig inn í aðallið Manchester United að undanförnu og þessi ungi strákur hefur fengið alvöru tækifæri hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær talaði um hinn nítján ára gamla Brandon Williams á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Brandon Williams er fæddur eftir þrennu tímabili fræga (fæddur í september 2000) og er uppalinn hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United í deildabikarleik á móti Rochdale í september 2019. Why Manchester United player Brandon Williams reminds Ole Gunnar Solskjaer of Gary Neville https://t.co/uHDp6WN9Uqpic.twitter.com/cE679feCJI— Manchester United News (@mufcnews2019) January 17, 2020 Fyrsti leikurinn í byrjunarliðinu var síðan á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar í Evrópudeildinni en sá leikur fór fram 3. október. Solskjær var ánægður með það sem hann sá og aðeins tveimur vikum síðar var strákurinn búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem nær til júní 2022. Fyrsti leikur Brandon Williams í ensku úrvalsdeildinni kom í fyrri leiknum á móti Liverpool í október þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Nú lítur út fyrir að Brandon Williams sé búinn að vinna sér fast sæti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann hefur byrjað inn á í fjórum af síðustu fimm deildar- eða bikarleikjum liðsins. Brandon Williams var þekktur fyrir að vera með mikið skap með yngri liðum Manchester United en Solskjær vill ekki meina að hann þurfi að segja stráknum að passa upp á skapið í leiknum á móti Liverpool á sunnudaginn. Headbutted a player in pre season, man-handled Hudson-Odoi, squared up to Maupay and roughed up Neto. Brandon Williams really is the sh*thouse Manchester United needed right now and fans love him! https://t.co/VhWzGiTGrH— SPORTbible (@sportbible) January 16, 2020 Leikirnir á móti Liverpool skipta sanna Manchester United menn gríðarlega miklu máli en Norðmaðurinn hefur ekki áhyggjur af þessum nítján ára strák. „Lítur það svo út að ég þurfi eitthvað að tala við hann. Hann hefur tæklað allar áskoranirnar sem við höfum boðið honum upp á hingað til. Hann minnir mig svo mikið á Gary Neville þegar kemur að hugarfarinu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Gary Neville var líka uppalinn Manchester United maður og lék með félaginu í næstum því tvo áratugi. Svo harður stuðningsmaður United var hann að þegar hann var ekki að spila þó fór hann upp í stúku og studdi liðið með hörðustu stuðningsmönnunum. Brandon Williams' last 7 appearances in all competitions: 0 goals conceded 0 goals conceded • 0 goals conceded • 0 goals conceded 3 goals conceded 0 goals conceded 0 goals conceded 6/7 clean sheets. pic.twitter.com/HzD6EpDt4k— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira