Arsenal fékk einungis stig á heimavelli gegn nýliðunum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 16:45 Arsenal voru ekki sáttir með Mike Dean í dag. vísir/getty Arsenal og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Emirates-leikvanginum í dag. Leikurinn var rólegur framan af en á lokamínútu fyrri hálfleiks komst Arsenal yfir. Eftir laglega spilamennsku gaf Bukayo Saka boltann fyrir markið, af varnarmanni barst hann á Gabriel Martinelli sem kom boltanum í netið. Mike Dean var að dæma sinn 500. leik í enska boltanum í dag en hann var ekki vinsæll á Emirates er hann dæmdi ekki víti þegar Pepe féll í teignum á 68. mínútu. Það var sjö mínútum fyrir leikslok sem John Fleck jafnaði metin. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið. Lokatölur 1-1. FULL-TIME Arsenal 1-1 Sheff Utd John Fleck thwarts the Gunners' hopes of victory as he cancels out Gabriel Martinelli's opener#ARSSHUpic.twitter.com/dyPBl6fg4j— Premier League (@premierleague) January 18, 2020 Arsenal er í 10. sæti deildarinnar með 29 stig en Sheffield er í sjöunda sætinu með fjórum stigum fleiri en Skytturnar. Enski boltinn
Arsenal og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Emirates-leikvanginum í dag. Leikurinn var rólegur framan af en á lokamínútu fyrri hálfleiks komst Arsenal yfir. Eftir laglega spilamennsku gaf Bukayo Saka boltann fyrir markið, af varnarmanni barst hann á Gabriel Martinelli sem kom boltanum í netið. Mike Dean var að dæma sinn 500. leik í enska boltanum í dag en hann var ekki vinsæll á Emirates er hann dæmdi ekki víti þegar Pepe féll í teignum á 68. mínútu. Það var sjö mínútum fyrir leikslok sem John Fleck jafnaði metin. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið. Lokatölur 1-1. FULL-TIME Arsenal 1-1 Sheff Utd John Fleck thwarts the Gunners' hopes of victory as he cancels out Gabriel Martinelli's opener#ARSSHUpic.twitter.com/dyPBl6fg4j— Premier League (@premierleague) January 18, 2020 Arsenal er í 10. sæti deildarinnar með 29 stig en Sheffield er í sjöunda sætinu með fjórum stigum fleiri en Skytturnar.