4. eða 11. apríl gæti orðið risadagur fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:00 Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu á móti Tottenham. Getty/ Adam Davy Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira