Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 73-66 | Stjörnumenn aftur á toppinn Ísak Hallmundarson skrifar 17. janúar 2020 22:45 Ægir skoraði 19 stig. vísir/bára Stjarnan tók á móti Tindastól í lokaleik 14. umferðar Dominos-deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti og Tindastóll í þriðja en Stjarnan gat með sigri tyllt sér á topp deildarinnar, sem þeir gerðu, lokatölur 73-66 fyrir Garðabæjarliðinu. Heimamenn í Stjörnunni byrjuðu leikinn betur og náðu 10 stiga forskoti snemma í fyrsta leikhluta, 21-11. Gestirnir náðu aðeins að rétta úr kútnum undir lok leikhlutans og staðan 23-16 þegar annar leikhluti hófst. Skagfirðingar byrjuðu annan leikhluta betur og komust yfir í 30-29. Arnar þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og eftir það skoruðu gestirnir ekki meira í leikhlutanum og staðan 43-30 fyrir heimamönnum í hálfleik, Nick Tomsic atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 16 stig. Tindastóll skoraði fyrstu 6 stig seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í sjö stig en eftir það var þriðji leikhluti frekar jafn og Stjarnan náði að auka forskot sitt í 12 stig fyrir lokaleikhlutann, staðan eftir þrjá leikhluta 62-50 fyrir heimaliðinu. Stólarnir spiluðu góða vörn í fjórða leikhlutanum og minnkuðu muninn í 63-59 þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Urald King átti síðan magnaða troðslu og skoraði fyrstu körfu Stjörnunnar úr opnum leik í fjórða leikhluta þegar 7 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Tindastóll náði að minnka muninn í þrjú stig þegar ein mínúta var eftir af leiknum en komst ekki nær og lokatölur 73-66 fyrir Stjörnunni, tíundi sigur Stjörnunnar í röð staðreynd.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan er besta liðið í deildinni eins og stendur, þeir hafa unnið 10 leiki í röð og sitja einir á toppnum. Það er gríðarlega erfitt að mæta þeim og þeir spila frábæra vörn allan tímann sem hættir aldrei. Þó að Tindastóll hafi einnig spilað góða vörn og náð að halda Stjörnunni í 73 stigum dugði það ekki til þar sem Stjarnan spilaði enn betri vörn. Það var enginn einn leikmaður sem hægt er að telja sem ástæðu þessa sigurs Stjörnunnar, stigaskorið dreifðist jafnt og allir í liðinu skiluðu sínu framlagi.Hverjir stóðu upp úr?Erfitt að segja þar sem margir leikmenn áttu góðan leik og stigaskor beggja liða var dreift. Það var engin tölfræði sem stóð upp úr en ég ætla að segja að Ægir Þór Steinarsson hafi verið maður leiksins. Stólarnir áttu erfitt með að ráða við hann í kvöld, hann var með 19 stig eins og Nick Tomsic og þar að auki 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 19 framlagspunkta.Hvað gerist næst?Tindastóll mun taka á móti Val fyrir norðan, en Valsliðinu hefur vægast sagt gengið illa undanfarið og það væri stór skellur ef Stólarnir myndu tapa þeim leik. Stjarnan fær hinsvegar erfitt verkefni en þeir fara til Keflavíkur í næstu umferð, Keflavík er einmitt síðasta liðið sem vann Stjörnuna í deildinni. Arnar var ánægður með varnarleik sinna manna.vísir/bára Arnar: Mjög skemmtilegur körfuboltaleikurArnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigur og góðan varnarleik en telur að enn megi margt bæta í leik sinna manna. ,,Bæði lið voru að spila góða vörn, þetta var mjög skemmtilegur körfuboltaleikur fannst mér. Þetta var bara stál í stál og ég er feginn að hafa náð í sigur,‘‘ sagði Arnar. ,,Við erum að reyna að finna okkur enn þá og það er búin að vera svona smá ólga í þessu hjá okkur í allan vetur. Við þurfum í rauninni bara að halda áfram að verða betri í körfubolta og finna nákvæmlega hvernig við ætlum að gera hlutina.‘‘ Baldur sagði að sínir menn hefðu þurft að gera betur í sókninni.vísir/bára Baldur: Vantaði aðeins uppáBaldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls var ánægður með varnarleik sinna manna þrátt fyrir tapið. ,,Það vantaði bara aðeins uppá, þetta var hörkuleikur og það hefði verið mjög gaman að taka þennan. Stjörnumenn voru þéttir og við spiluðum nokkuð vel en þurfum að gera betur til að vinna hérna,‘‘ sagði Baldur eftir leik. ,,Við þurfum að skora meira en í þessum leik en í sjálfu sér var þetta bara hörkuleikur og við þurfum að geta brotið þá auðveldlega, þurfum að vera fyrr að opna okkur og fljótari að fara inn í sóknina. Ef við erum aðeins ákveðnari í því kemur sóknarleikurinn. En ég er alveg ánægður með að halda þeim í 73 stigum, það er gaman að sjá svona ,,low-scoring‘‘ leik en auðvitað vill maður vinna.‘‘ Dominos-deild karla
Stjarnan tók á móti Tindastól í lokaleik 14. umferðar Dominos-deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti og Tindastóll í þriðja en Stjarnan gat með sigri tyllt sér á topp deildarinnar, sem þeir gerðu, lokatölur 73-66 fyrir Garðabæjarliðinu. Heimamenn í Stjörnunni byrjuðu leikinn betur og náðu 10 stiga forskoti snemma í fyrsta leikhluta, 21-11. Gestirnir náðu aðeins að rétta úr kútnum undir lok leikhlutans og staðan 23-16 þegar annar leikhluti hófst. Skagfirðingar byrjuðu annan leikhluta betur og komust yfir í 30-29. Arnar þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og eftir það skoruðu gestirnir ekki meira í leikhlutanum og staðan 43-30 fyrir heimamönnum í hálfleik, Nick Tomsic atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 16 stig. Tindastóll skoraði fyrstu 6 stig seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í sjö stig en eftir það var þriðji leikhluti frekar jafn og Stjarnan náði að auka forskot sitt í 12 stig fyrir lokaleikhlutann, staðan eftir þrjá leikhluta 62-50 fyrir heimaliðinu. Stólarnir spiluðu góða vörn í fjórða leikhlutanum og minnkuðu muninn í 63-59 þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Urald King átti síðan magnaða troðslu og skoraði fyrstu körfu Stjörnunnar úr opnum leik í fjórða leikhluta þegar 7 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Tindastóll náði að minnka muninn í þrjú stig þegar ein mínúta var eftir af leiknum en komst ekki nær og lokatölur 73-66 fyrir Stjörnunni, tíundi sigur Stjörnunnar í röð staðreynd.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan er besta liðið í deildinni eins og stendur, þeir hafa unnið 10 leiki í röð og sitja einir á toppnum. Það er gríðarlega erfitt að mæta þeim og þeir spila frábæra vörn allan tímann sem hættir aldrei. Þó að Tindastóll hafi einnig spilað góða vörn og náð að halda Stjörnunni í 73 stigum dugði það ekki til þar sem Stjarnan spilaði enn betri vörn. Það var enginn einn leikmaður sem hægt er að telja sem ástæðu þessa sigurs Stjörnunnar, stigaskorið dreifðist jafnt og allir í liðinu skiluðu sínu framlagi.Hverjir stóðu upp úr?Erfitt að segja þar sem margir leikmenn áttu góðan leik og stigaskor beggja liða var dreift. Það var engin tölfræði sem stóð upp úr en ég ætla að segja að Ægir Þór Steinarsson hafi verið maður leiksins. Stólarnir áttu erfitt með að ráða við hann í kvöld, hann var með 19 stig eins og Nick Tomsic og þar að auki 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 19 framlagspunkta.Hvað gerist næst?Tindastóll mun taka á móti Val fyrir norðan, en Valsliðinu hefur vægast sagt gengið illa undanfarið og það væri stór skellur ef Stólarnir myndu tapa þeim leik. Stjarnan fær hinsvegar erfitt verkefni en þeir fara til Keflavíkur í næstu umferð, Keflavík er einmitt síðasta liðið sem vann Stjörnuna í deildinni. Arnar var ánægður með varnarleik sinna manna.vísir/bára Arnar: Mjög skemmtilegur körfuboltaleikurArnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigur og góðan varnarleik en telur að enn megi margt bæta í leik sinna manna. ,,Bæði lið voru að spila góða vörn, þetta var mjög skemmtilegur körfuboltaleikur fannst mér. Þetta var bara stál í stál og ég er feginn að hafa náð í sigur,‘‘ sagði Arnar. ,,Við erum að reyna að finna okkur enn þá og það er búin að vera svona smá ólga í þessu hjá okkur í allan vetur. Við þurfum í rauninni bara að halda áfram að verða betri í körfubolta og finna nákvæmlega hvernig við ætlum að gera hlutina.‘‘ Baldur sagði að sínir menn hefðu þurft að gera betur í sókninni.vísir/bára Baldur: Vantaði aðeins uppáBaldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls var ánægður með varnarleik sinna manna þrátt fyrir tapið. ,,Það vantaði bara aðeins uppá, þetta var hörkuleikur og það hefði verið mjög gaman að taka þennan. Stjörnumenn voru þéttir og við spiluðum nokkuð vel en þurfum að gera betur til að vinna hérna,‘‘ sagði Baldur eftir leik. ,,Við þurfum að skora meira en í þessum leik en í sjálfu sér var þetta bara hörkuleikur og við þurfum að geta brotið þá auðveldlega, þurfum að vera fyrr að opna okkur og fljótari að fara inn í sóknina. Ef við erum aðeins ákveðnari í því kemur sóknarleikurinn. En ég er alveg ánægður með að halda þeim í 73 stigum, það er gaman að sjá svona ,,low-scoring‘‘ leik en auðvitað vill maður vinna.‘‘
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti