Körfubolti

Ís­land mátti þola stórt tap

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Körfubolti

Fékk vægt á­fall: „Með fullt af missed calls“

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti.

Körfubolti

Stjórn­endur NBA reyna að sann­færa Real Madrid og fleiri for­rík fé­lög

Framkvæmdastjórinn Adam Silver og fleiri hæstráðendur NBA deildarinnar sóttu fundi víðsvegar um Evrópu í vikunni og voru síðast staddir í Madríd, höfuðborg Spánar. Stefnan er að stofna sameiginlega NBA-Evrópudeild á næstu árum. Með því að sannfæra Real Madrid um að taka þátt yrði stórt skref stigið í þá átt en fundir hafa verið haldnir með fleiri félögum.

Körfubolti

„Sýna að maður eigi það skilið“

Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga.

Körfubolti

Segir að þeim besta í heimi sé skít­sama

Myndir af körfuboltastjörnunni Nikola Jokic að missa sig yfir því þegar hesturinn hans vann keppni í Serbíu fór á flug á netinu í vikunni og ekki síst í samanburði við látlaus viðbrögð hans þegar Jokic varð sjálfur NBA-meistari.

Körfubolti

Semple til Grinda­víkur

Grindavík hefur samið við franska framherjann Jordan Semple um að leika með liðinu í Bónus-deild karla í vetur. Semple hefur leikið hér á landi síðan árið 2021.

Körfubolti

„Erum að ein­blína á það sem er að gerast á vellinum“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja.

Körfubolti

LeBron hitti um­boðs­mann Jokic í Frakk­landi

Ýmsu hefur verið hvíslað um framtíð LeBron James hjá Lakers sem og framtíð Nikola Jokic í Denver Nuggets. Umboðsmaður Jokic er greinilega ekki á þeim buxunum að róa stuðningsfólk Nuggets því hann „fundaði“ með James í gær. 

Körfubolti