Bjarki Már: Getum unnið öll liðin í milliriðlinum Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 16. janúar 2020 15:30 Bjarki Már er fullur sjálfstrausts. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson segir að menn hafi reynt að bægja tapinu gegn Ungverjum frá sér strax í gærkvöldi. „Andrúmsloftið var allt í lagi í gærkvöldi. Við töluðum um það strax inn í klefa eftir leikinn að við yrðum að rífa okkur upp,“ sagði Bjarki Már. „Þetta var svekkjandi tap og við vitum allir að við áttum að gera betur. Það er bara einn dagur á milli og enginn tími til þess að gráta Björn bónda. Við þurfum bara að fara aftur á hestinn og hefja undirbúning fyrir næsta leik.“ Bjarki Már er svo sannarlega enn á baki og ekki við það að detta af. „Við getum unnið öll liðin í milliriðlinum þó við þurfum að byrja á Slóvenunum. Stemningin var vissulega súr en kannski ekki eins súr og menn halda,“ segir hornamaðurinn og segir að það sé gott að leita í reynsluna á svona stundum. „Við erum með mjög reynda menn í hópnum sem þekkja þetta allt. Það er kannski þeirra hlutverk að hjálpa þessum ungu því menn eiga til að dvelja of lengi við svona tap. Þetta er enn galopið fyrst það er búið að breyta þessu og lið fara bara með tvö stig inn í milliriðilinn.“ Slóvenar eru með frábært lið og strákarnir ættu að geta lært af Ungverjunum. „Þeir spila svipaða vörn og fínt að fá Ungverja fyrir Slóvenaleikinn. Við getum þá vonandi lagað það sem upp á vantar. Ég tel okkur eiga góða möguleika.“ Klippa: Bjarki Már ekki af baki dottinn EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Dolenec: Við Aron verðum ekki vinir á vellinum Liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, Jure Dolenec, bíður spenntur eftir því að spila gegn Aroni og íslenska liðinu á morgun. 16. janúar 2020 14:30 Guðmundur er afskaplega glaður að hafa lifað af dauðariðilinn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er sáttur með árangur íslenska liðsins í riðlakeppninni þrátt fyrir tapið á móti Ungverjum í gær. 16. janúar 2020 12:07 Gummi: Það er enginn beygur í okkur Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa. 16. janúar 2020 12:11 Svona var blaðamannafundur landsliðsins í Malmö Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Malmö, þar sem EM í handbolta fer nú fram. 16. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson segir að menn hafi reynt að bægja tapinu gegn Ungverjum frá sér strax í gærkvöldi. „Andrúmsloftið var allt í lagi í gærkvöldi. Við töluðum um það strax inn í klefa eftir leikinn að við yrðum að rífa okkur upp,“ sagði Bjarki Már. „Þetta var svekkjandi tap og við vitum allir að við áttum að gera betur. Það er bara einn dagur á milli og enginn tími til þess að gráta Björn bónda. Við þurfum bara að fara aftur á hestinn og hefja undirbúning fyrir næsta leik.“ Bjarki Már er svo sannarlega enn á baki og ekki við það að detta af. „Við getum unnið öll liðin í milliriðlinum þó við þurfum að byrja á Slóvenunum. Stemningin var vissulega súr en kannski ekki eins súr og menn halda,“ segir hornamaðurinn og segir að það sé gott að leita í reynsluna á svona stundum. „Við erum með mjög reynda menn í hópnum sem þekkja þetta allt. Það er kannski þeirra hlutverk að hjálpa þessum ungu því menn eiga til að dvelja of lengi við svona tap. Þetta er enn galopið fyrst það er búið að breyta þessu og lið fara bara með tvö stig inn í milliriðilinn.“ Slóvenar eru með frábært lið og strákarnir ættu að geta lært af Ungverjunum. „Þeir spila svipaða vörn og fínt að fá Ungverja fyrir Slóvenaleikinn. Við getum þá vonandi lagað það sem upp á vantar. Ég tel okkur eiga góða möguleika.“ Klippa: Bjarki Már ekki af baki dottinn
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Dolenec: Við Aron verðum ekki vinir á vellinum Liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, Jure Dolenec, bíður spenntur eftir því að spila gegn Aroni og íslenska liðinu á morgun. 16. janúar 2020 14:30 Guðmundur er afskaplega glaður að hafa lifað af dauðariðilinn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er sáttur með árangur íslenska liðsins í riðlakeppninni þrátt fyrir tapið á móti Ungverjum í gær. 16. janúar 2020 12:07 Gummi: Það er enginn beygur í okkur Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa. 16. janúar 2020 12:11 Svona var blaðamannafundur landsliðsins í Malmö Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Malmö, þar sem EM í handbolta fer nú fram. 16. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Dolenec: Við Aron verðum ekki vinir á vellinum Liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, Jure Dolenec, bíður spenntur eftir því að spila gegn Aroni og íslenska liðinu á morgun. 16. janúar 2020 14:30
Guðmundur er afskaplega glaður að hafa lifað af dauðariðilinn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er sáttur með árangur íslenska liðsins í riðlakeppninni þrátt fyrir tapið á móti Ungverjum í gær. 16. janúar 2020 12:07
Gummi: Það er enginn beygur í okkur Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa. 16. janúar 2020 12:11
Svona var blaðamannafundur landsliðsins í Malmö Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Malmö, þar sem EM í handbolta fer nú fram. 16. janúar 2020 12:15