Segja að Liverpool sé tilbúið að gera tuttugu ára Þjóðverja að dýrasta leikmanni félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Kai Havertz í leik með Bayer Leverkusen. Getty/Jörg Schüler Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira