Conor McGregor ætlar að minna alla á það að hann „bjó til“ þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 10:00 Þegar Conor McGregor er kominn með hljóðnemann þá er alltaf von á einhverju athyglisverðu. Getty/Jeff Bottari Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók. MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók.
MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira