Conor McGregor ætlar að minna alla á það að hann „bjó til“ þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 10:00 Þegar Conor McGregor er kominn með hljóðnemann þá er alltaf von á einhverju athyglisverðu. Getty/Jeff Bottari Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók. MMA Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók.
MMA Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni