Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. janúar 2020 07:00 Fisker Ocean. Vísir/Fisker Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker. Bílar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker.
Bílar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent