Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 15. janúar 2020 20:15 Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni. Þeir skoruðu báðir fjögur mörk. vísir/epa Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. Hrun í seinni hálfleik varð þess valdandi að okkar menn töpuðu, 18-24. Leikurinn byrjaði líka hræðilega. Ungverjar komust í 3-0 og Roland Mikler varði allt í búrinu. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tæpar sex mínútur en það gaf heldur betur tóninn fyrir næstu 24 mínútur.Með tök á leiknum Strákarnir skoruðu sex mörk í röð, komust í 6-3 og tóku völdin á vellinum. Vörnin var sem fyrr algjörlega stórkostleg en það var alltaf smá hikst á sókninni. Ungverska vörnin var nefnilega líka ansi öflug. Mest náðu strákarnir fimm marka forskoti í hálfleiknum en það var blóðugt að eiga slakar lokamínútur og vera aðeins með þriggja marka forskot, 12-9, í leikhléi. Það var ekki gaman að horfa upp á Ungverjana fagna í kvöld.vísir/epa Hér varð hrun Það var bras á sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks en engan grunaði þó þvílíkt hrun var í uppsiglingu. Ungverjar komast yfir, 17-18, þegar 13 mínútur eru eftir. Það sem meira er þá virðast þeir hafa rotað strákanna okkar í leiðinni. Tyson stæl. Strákarnir fóru úr því að leiða 17-16 í að tapa 18-24 á síðustu 16 mínútunum. 8-1 lokakafli. Já, 8-1. Þetta var algjörlega hrikalegt. Fyrir alla. Líka alla Danina í stúkunni sem þurftu á íslenskum sigri að halda en hverjum er ekki sama um þá? Þetta snérist um Ísland og tvö stig í milliriðil. Það gekk ekki. Því er nú verr og miður. Alexander og félagar keyrðu á vegg í kvöld.vísir/epa Martröðin Mikler Ungverska liðið er gott. Miklu, miklu betra en nokkurn mann grunaði. Mikler er líka góður í markinu en kannski ekki alveg svona góður. Hann hitti á leik lífs síns. Því miður þurfti hann að gera það í kvöld. Að Ísland skori samt bara sex mörk í einum hálfleik er skandall. Þetta lið er svo miklu betra en það. Þar er ekki við einn mann að sakast. Það reyndu allir en ekkert gekk. Menn gátu ekki einu sinni skorað úr vítum. Fjögur víti fóru í súginn. Þetta var svona dagur. Liðið getur betur og veit það best. Það náði því miður enginn sínu besta fram. Þetta er stórmót í handbolta og strákarnir mega ekkert hengja haus þó svo tapið svíði alveg svakalega. Það eru fjórir leikir eftir. Liðið hefur þegar náð fyrsta markmiði sínu og það seinna er enn innan seilingar. Upp með hökuna, drengir. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Aron: Skítlélegir í síðari hálfleik Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik. 15. janúar 2020 19:20 Kári: Þetta var viðbjóður Línumaðurinn öflugi sagði of mörg dauðafæri hafa farið í súginn gegn Ungverjalandi. 15. janúar 2020 19:20 Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina. 15. janúar 2020 19:09 Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Björgvin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milliriðilinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld. 15. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. Hrun í seinni hálfleik varð þess valdandi að okkar menn töpuðu, 18-24. Leikurinn byrjaði líka hræðilega. Ungverjar komust í 3-0 og Roland Mikler varði allt í búrinu. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tæpar sex mínútur en það gaf heldur betur tóninn fyrir næstu 24 mínútur.Með tök á leiknum Strákarnir skoruðu sex mörk í röð, komust í 6-3 og tóku völdin á vellinum. Vörnin var sem fyrr algjörlega stórkostleg en það var alltaf smá hikst á sókninni. Ungverska vörnin var nefnilega líka ansi öflug. Mest náðu strákarnir fimm marka forskoti í hálfleiknum en það var blóðugt að eiga slakar lokamínútur og vera aðeins með þriggja marka forskot, 12-9, í leikhléi. Það var ekki gaman að horfa upp á Ungverjana fagna í kvöld.vísir/epa Hér varð hrun Það var bras á sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks en engan grunaði þó þvílíkt hrun var í uppsiglingu. Ungverjar komast yfir, 17-18, þegar 13 mínútur eru eftir. Það sem meira er þá virðast þeir hafa rotað strákanna okkar í leiðinni. Tyson stæl. Strákarnir fóru úr því að leiða 17-16 í að tapa 18-24 á síðustu 16 mínútunum. 8-1 lokakafli. Já, 8-1. Þetta var algjörlega hrikalegt. Fyrir alla. Líka alla Danina í stúkunni sem þurftu á íslenskum sigri að halda en hverjum er ekki sama um þá? Þetta snérist um Ísland og tvö stig í milliriðil. Það gekk ekki. Því er nú verr og miður. Alexander og félagar keyrðu á vegg í kvöld.vísir/epa Martröðin Mikler Ungverska liðið er gott. Miklu, miklu betra en nokkurn mann grunaði. Mikler er líka góður í markinu en kannski ekki alveg svona góður. Hann hitti á leik lífs síns. Því miður þurfti hann að gera það í kvöld. Að Ísland skori samt bara sex mörk í einum hálfleik er skandall. Þetta lið er svo miklu betra en það. Þar er ekki við einn mann að sakast. Það reyndu allir en ekkert gekk. Menn gátu ekki einu sinni skorað úr vítum. Fjögur víti fóru í súginn. Þetta var svona dagur. Liðið getur betur og veit það best. Það náði því miður enginn sínu besta fram. Þetta er stórmót í handbolta og strákarnir mega ekkert hengja haus þó svo tapið svíði alveg svakalega. Það eru fjórir leikir eftir. Liðið hefur þegar náð fyrsta markmiði sínu og það seinna er enn innan seilingar. Upp með hökuna, drengir.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Aron: Skítlélegir í síðari hálfleik Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik. 15. janúar 2020 19:20 Kári: Þetta var viðbjóður Línumaðurinn öflugi sagði of mörg dauðafæri hafa farið í súginn gegn Ungverjalandi. 15. janúar 2020 19:20 Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina. 15. janúar 2020 19:09 Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Björgvin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milliriðilinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld. 15. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Aron: Skítlélegir í síðari hálfleik Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik. 15. janúar 2020 19:20
Kári: Þetta var viðbjóður Línumaðurinn öflugi sagði of mörg dauðafæri hafa farið í súginn gegn Ungverjalandi. 15. janúar 2020 19:20
Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina. 15. janúar 2020 19:09
Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01
Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Björgvin Páll: Þurfum að girða okkur og mæta klárir í milliriðilinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið frost í síðari hálfleiknum er Ísland tapaði fyrir Ungverjum í kvöld. 15. janúar 2020 19:12
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45