Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 15. janúar 2020 10:00 Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er. Það er gríðarlega mikilvægt ef tryggja á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar og góð áhrif hennar á hagvöxt í landinu að hlúa vel að þeim frumkvöðlum sem hafa drifið áfram þróunina undanfarin ár. Þetta fólk og þeirra fyrirtæki hafa staðið af sér miklar breytingar, farið í gegnum mjög hraðan vöxt sem fylgdi mikil þörf fyrir innviðauppbyggingu, álag á þjónustu, þróun, breytingar í starfsmannamálum og áhersla á gæði. Mikil áhersla hefur verið á að gera Ísland að heilsárs ferðaþjónustulandi og hafa ferðaþjónustuaðilar staðið vaktina varðandi það að byggja upp opnunartíma á veturnar þegar lítið hefur verið að gera á mörgum svæðum. Komum erlendra ferðamanna fækkaði um 329 þúsund frá árinu 2018 eða um 14% en þetta er í fyrsta skipti sem sést hefur fækkun á níu ára tímabili. Hlutfallslega var fækkunin mest í maí og september sem er einmitt sá tími sem lögð hefur verið áhersla á að byggja upp til að lengja ferðamannatímabilið. Enn er það svo að á stórum hluta landsins er mikil árstíðarsveifla. Á sama tíma erum við að heyra umræðu erlendis frá um að Íslands sé orðið fullt og að ekki sé hægt að bæta fleiri gestum við. Staðreyndin er hins vegar sú að nóg er eftir að vannýttum innviðum vítt og breitt um landið og á mörgum svæðum eru spennandi áfangastaðir nánast ósnertir allt árið. Tækifærin eru því óþrjótandi fyrir ferðaþjónustuna og lykilatriði að byggja hana þannig upp að landið allt hafi ávinning af. Með stóraukinni kröfu ferðamanna um sjálfbæra uppbyggingu og þjónustu er þetta mikilvægara en nokkru sinni fyrr enda hefur dreifing ferðamanna um landið og stýring gríðarleg áhrif á vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna, uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu í byggðum og ekki síst ánægju heimamanna. Samhliða mikilli nýsköpun og þróun ferðaþjónustufyrirtækja er framundan mikil vinna stjórnvalda við að byggja upp samgöngur og innviði í landinu þannig að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað á sjálfbæran hátt. Ferðamenn kalla á að komast á aðra staði og á öðrum tíma heldur en við erum vön. Stöðugt eru að koma í ljós og að þróast áfram nýir áfangastaðir vítt og breytt um landið sem á örskömmum tíma geta orðið gríðarlega vinsælir og kalla á aukna þjónustu og innviði. Með góðu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar getum við séð þessa stærstu atvinnugrein þjóðarinnar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öflugu atvinnulífi og byggð um allt land á sjálfbæran hátt.Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er. Það er gríðarlega mikilvægt ef tryggja á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar og góð áhrif hennar á hagvöxt í landinu að hlúa vel að þeim frumkvöðlum sem hafa drifið áfram þróunina undanfarin ár. Þetta fólk og þeirra fyrirtæki hafa staðið af sér miklar breytingar, farið í gegnum mjög hraðan vöxt sem fylgdi mikil þörf fyrir innviðauppbyggingu, álag á þjónustu, þróun, breytingar í starfsmannamálum og áhersla á gæði. Mikil áhersla hefur verið á að gera Ísland að heilsárs ferðaþjónustulandi og hafa ferðaþjónustuaðilar staðið vaktina varðandi það að byggja upp opnunartíma á veturnar þegar lítið hefur verið að gera á mörgum svæðum. Komum erlendra ferðamanna fækkaði um 329 þúsund frá árinu 2018 eða um 14% en þetta er í fyrsta skipti sem sést hefur fækkun á níu ára tímabili. Hlutfallslega var fækkunin mest í maí og september sem er einmitt sá tími sem lögð hefur verið áhersla á að byggja upp til að lengja ferðamannatímabilið. Enn er það svo að á stórum hluta landsins er mikil árstíðarsveifla. Á sama tíma erum við að heyra umræðu erlendis frá um að Íslands sé orðið fullt og að ekki sé hægt að bæta fleiri gestum við. Staðreyndin er hins vegar sú að nóg er eftir að vannýttum innviðum vítt og breitt um landið og á mörgum svæðum eru spennandi áfangastaðir nánast ósnertir allt árið. Tækifærin eru því óþrjótandi fyrir ferðaþjónustuna og lykilatriði að byggja hana þannig upp að landið allt hafi ávinning af. Með stóraukinni kröfu ferðamanna um sjálfbæra uppbyggingu og þjónustu er þetta mikilvægara en nokkru sinni fyrr enda hefur dreifing ferðamanna um landið og stýring gríðarleg áhrif á vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna, uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu í byggðum og ekki síst ánægju heimamanna. Samhliða mikilli nýsköpun og þróun ferðaþjónustufyrirtækja er framundan mikil vinna stjórnvalda við að byggja upp samgöngur og innviði í landinu þannig að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað á sjálfbæran hátt. Ferðamenn kalla á að komast á aðra staði og á öðrum tíma heldur en við erum vön. Stöðugt eru að koma í ljós og að þróast áfram nýir áfangastaðir vítt og breytt um landið sem á örskömmum tíma geta orðið gríðarlega vinsælir og kalla á aukna þjónustu og innviði. Með góðu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar getum við séð þessa stærstu atvinnugrein þjóðarinnar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öflugu atvinnulífi og byggð um allt land á sjálfbæran hátt.Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun