Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð Jón Hjalti Eiríksson skrifar 15. janúar 2020 08:00 Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Þjóðgarðar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun