Forseti Mexíkó reynir allt til að losa sig við forsetaflugvélina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 23:30 Vélin góða. Vísir/AP Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki. Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki.
Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51