Forseti Mexíkó reynir allt til að losa sig við forsetaflugvélina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 23:30 Vélin góða. Vísir/AP Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki. Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki.
Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent