Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 18:04 Opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttist um hálftíma frá og með 1. apríl næstkomandi. Vísir/vilhelm Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í dag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Opnunartími leikskólanna styttist þannig um hálftíma. Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti að hámarki dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir á dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að fyrirhuguð breyting byggi á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. „Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug. Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari,“ segir í tilkynningunni. Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til klukkan 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs. Foreldrar nýti ekki lengri vistunartíma Í tilkynningu er jafnframt vísað í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í dag. „Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16:30 – 17.00 nýta hann í raun ekki. Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur,“ segir í tilkynningu. „Stýrihópurinn leggur jafnframt til að laus rými á leikskólum borgarinnar verði boðin foreldrum til umsóknar en um er að ræða rými á leikskólum þar sem búið er að tæma alla biðlista. Undanfarna mánuði hafa biðlistar tæmst í nokkrum fjölda leikskóla samhliða inntöku yngri barna og er nú fyrirhugað að fara í kynningarátak til foreldra um laus pláss og opna fyrir innritun yngri barna en nú er þar sem aðstæður leyfa. Á síðasta ári var opnað fyrir innritun 15-18 mánaða barna og tókst að bjóða meirihluta barna á þeim aldri leikskólapláss.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í dag að stytta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Opnunartími leikskólanna styttist þannig um hálftíma. Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti að hámarki dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir á dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að fyrirhuguð breyting byggi á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. „Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug. Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari,“ segir í tilkynningunni. Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020. Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til klukkan 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs. Foreldrar nýti ekki lengri vistunartíma Í tilkynningu er jafnframt vísað í áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í dag. „Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16:30 – 17.00 nýta hann í raun ekki. Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur,“ segir í tilkynningu. „Stýrihópurinn leggur jafnframt til að laus rými á leikskólum borgarinnar verði boðin foreldrum til umsóknar en um er að ræða rými á leikskólum þar sem búið er að tæma alla biðlista. Undanfarna mánuði hafa biðlistar tæmst í nokkrum fjölda leikskóla samhliða inntöku yngri barna og er nú fyrirhugað að fara í kynningarátak til foreldra um laus pláss og opna fyrir innritun yngri barna en nú er þar sem aðstæður leyfa. Á síðasta ári var opnað fyrir innritun 15-18 mánaða barna og tókst að bjóða meirihluta barna á þeim aldri leikskólapláss.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira