Á rétt á bótum vegna líkamstjóns eftir að hafa komið með bíl í ljósaperuskipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 17:51 Það er best að fara varlega inn á á bílaverkstæðum og smurstöðvum. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira