Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um toppsæti síns riðils á EM 2020 í Svíþjóð. Það sem er þó í raun í húfi er hvort liðið fer með tvö stig áfram í milliriðlakeppnina.
Íslendingar hafa í gegnum tíðina lent í vandræðum með Ungverja í mikilvægum leikjum á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þeim í 8-liða úrslitum á HM 1997 í Japan og svo aftur í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í London 2012.
„Ég lenti í þeim 2012 í leik sem ég mun aldrei gleyma. Það var tvíframlengdur leikur. Ég tapaði svo fyrir þeim með danska landsliðinu 2017,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi HSÍ í dag. Danir töpuðu fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum á HM 2017.
„Ég hef því upplifað eitt og annað. Ungverjar eru að spila mjög vel um þessar mundir. Þessi leikur verður mjög erfiður - við áttum okkur á því.“
Handbolti