Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldi gegn annarri átján ára stúlku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. janúar 2020 18:30 Maðurinn huldi höfuð sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara þegar krafa um gæsluvarðhald var tekin fyrir á dögunum. vísir/frikki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku.Maðurinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Er hann grunaður um að hafa ráðist á 17 ára kærustu sína aðfararnótt 19. október í miðbæ Reykjavíkur.Hann er ákærður fyrir að hafa veitt henni ítrekuð spörk sem sérstaklega beindust að höfði, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið að setja hana í lífshættu, með þeim afleiðingum að hún hlaut beinbrot í andliti, mikla höfuðáverka og áverka víðsvegar um líkamann.Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á stúlkuna áður.Maðurinn er líka ákærður fyrir ofbeldi gegn annari 18 ára stúlku. Hann er ákærður fyrir að hafa veist að henni með ofbeldi í bifreið sem hann ók áleiðis í Heiðmörk.Þá er hann ákærður fyrir að hafa ítrekað sent henni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt. Meðal annars skilaboðin: ég lem þig í stöppu og ég nauðga þér þegar ég kem.Eiga öll brotin mannsins að hafa átt sér stað árið 2019.Venjan er að Héraðssaksóknari fari með ákæruvald í svo alvarlegum málum en ákveðið var að lögreglan færi með ákæruvald til að flýta meðferð. Maðurinn var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. febrúar. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn annarri átján ára stúlku.Maðurinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Er hann grunaður um að hafa ráðist á 17 ára kærustu sína aðfararnótt 19. október í miðbæ Reykjavíkur.Hann er ákærður fyrir að hafa veitt henni ítrekuð spörk sem sérstaklega beindust að höfði, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið að setja hana í lífshættu, með þeim afleiðingum að hún hlaut beinbrot í andliti, mikla höfuðáverka og áverka víðsvegar um líkamann.Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á stúlkuna áður.Maðurinn er líka ákærður fyrir ofbeldi gegn annari 18 ára stúlku. Hann er ákærður fyrir að hafa veist að henni með ofbeldi í bifreið sem hann ók áleiðis í Heiðmörk.Þá er hann ákærður fyrir að hafa ítrekað sent henni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt. Meðal annars skilaboðin: ég lem þig í stöppu og ég nauðga þér þegar ég kem.Eiga öll brotin mannsins að hafa átt sér stað árið 2019.Venjan er að Héraðssaksóknari fari með ákæruvald í svo alvarlegum málum en ákveðið var að lögreglan færi með ákæruvald til að flýta meðferð. Maðurinn var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. febrúar. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00