Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:44 Íranskir lögreglumenn fylgjast með hópi mótmælenda í Teheran á laugardag. Breski sendiherrann var sakaður um að taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum fyrr um daginn. Vísir/AP Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember. Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember.
Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44