Handbolti

Norðmenn geta slegið Frakka úr leik í kvöld

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórleikur Kiril Lazarov dugði ekki til gegn Tékkum.
Stórleikur Kiril Lazarov dugði ekki til gegn Tékkum. vísir/getty

Þremur leikjum er lokið á EM í handbolta í dag þar sem önnur umferð riðlakeppninnar er í gangi.

Portúgalar eru í góðri stöðu fyrir lokaumferðina eftir öruggan sigur á Bosníu-Hersegóvínu í D-riðli í dag en Portúgal vann Frakka í fyrstu umferð og eru því með fjögur stig. Noregur og Frakkland mætast í gríðarlega mikilvægum leik í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 17:15.

Takist Noregi að sigra Frakka eru þeir síðarnefndu úr leik sem yrðu að teljast óvænt tíðindi.

Í F-riðli var Andy Schmid allt í öllu hjá Sviss með 10 mörk þegar liðið lagði Pólverja að velli. Svisslendingar náðu þar með í sín fyrstu stig í mótinu en Pólverjar eru stigalausir.

Í B-riðli er allt í járnum þar sem Tékkar náðu að leggja Norður-Makedóníu að velli í dag í hörkuleik, 27-25. Það gerðu þeir þrátt fyrir stórleik Kiril Lazarov en gamla brýnið gerði 11 mörk auk þess að eiga fjölda stoðsendinga.

N-Makedónía, Austurríki og Tékkland með tvö stig en Úkraína án stiga og eiga eftir að spila við Austurríkismenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×