Handbolti

Arnór Þór: Hræðilegt að vinna stóru liðin og skíta svo á sig

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson.

Hornamaðurinn ljúfi, Arnór Þór Gunnarsson, leyfði sér að fagna eftir sigurinn á Dönum en var fljótt byrjaður að hugsa um næsta verkefni.

„Það var gaman eftir leik. Auðvitað fögnuðum við eins og við eigum að gera. Á hótelinu var allt rólegt og menn að ná orku á nýjan leik,“ sagði Arnór Þór.

„Það er gott að byrja svona en maður hugsar stundum til baka um síðustu tvö EM. Að vinna þessi stóru lið og skíta svo á sig er hræðilegt. Við erum fókuseraðir og Rússarnir eru með hörkulið og við verðum að vera klárir gegn þungu og stóru liði þeirra.“

Arnór Þór veit að það mun reyna mikið á strákana í kvöld gegn seigu rússnesku liði sem spilar ekki alltaf mjög hraðan handbolta.

„Við verðum að vera með fókus allan tímann í vörninni. Það má ekki slaka á í eina sekúndu. Þá eru þeir mættir. Við verðum að vera alltaf á tánum. Ef við brjótum á þeim áður en þeir fara í loftið þá gæti þetta orðið erfitt fyrir þá,“ segir Arnór Þór en hann var vel studdur úr stúkunni í leiknum gegn Dönum.

„Mamma og pabbi, systur mínar og konan voru í stúkunni og við fengum frábæran stuðning úr stúkunni. Að sjá bláa vegginn efst uppi í stúkunni var alveg geggjað. Húhið var líka frábært.“

Klippa: Arnór Þór vill læra af reynslunni

Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur HSÍ í dag

HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×