Agüero með þrennu og sló tvö met í stórsigri City Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2020 18:15 Agüero skoraði þrjú mörk á Villa Park. Vísir/Getty Sergio Agüero skoraði þrennu þegar Manchester City valtaði yfir Aston Villa, 1-6, í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Agüero setti tvö met í leiknum. Hann er nú orðinn markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 177 mörk. Thierry Henry átti metið (175 mörk). Agüero er líka sá leikmaður sem hefur skorað flestar þrennur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða tólf talsins. What a day for Sergio Aguero! A 12th hat-trick, eclipsing @alanshearer's record Up to 177 goals, now joint-fourth all-time & first among foreign-born players@premierleague royalty pic.twitter.com/u0GN4IPMD9— FIFA.com (@FIFAcom) January 12, 2020 City kláraði leikinn í fyrri hálfleik en þeir voru 0-4 yfir að honum loknum. Riyad Mahrez skoraði fyrstu tvö mörk City og Kevin De Bruyne lagði næstu tvö mörk upp fyrir Agüero og Gabriel Jesus. Agüero bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik og fullkomnaði þrennuna. Villa átti hins vegar síðasta orðið þegar Anwar El Ghazi skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Með sigrinum komst City upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið er 14 stigum á eftir toppliði Liverpool. Villa er í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Enski boltinn
Sergio Agüero skoraði þrennu þegar Manchester City valtaði yfir Aston Villa, 1-6, í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Agüero setti tvö met í leiknum. Hann er nú orðinn markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 177 mörk. Thierry Henry átti metið (175 mörk). Agüero er líka sá leikmaður sem hefur skorað flestar þrennur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða tólf talsins. What a day for Sergio Aguero! A 12th hat-trick, eclipsing @alanshearer's record Up to 177 goals, now joint-fourth all-time & first among foreign-born players@premierleague royalty pic.twitter.com/u0GN4IPMD9— FIFA.com (@FIFAcom) January 12, 2020 City kláraði leikinn í fyrri hálfleik en þeir voru 0-4 yfir að honum loknum. Riyad Mahrez skoraði fyrstu tvö mörk City og Kevin De Bruyne lagði næstu tvö mörk upp fyrir Agüero og Gabriel Jesus. Agüero bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik og fullkomnaði þrennuna. Villa átti hins vegar síðasta orðið þegar Anwar El Ghazi skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Með sigrinum komst City upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið er 14 stigum á eftir toppliði Liverpool. Villa er í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.