Handbolti

Svona var blaðamannafundur HSÍ í dag

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.

HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.

Það voru þeir Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Janus Daði Smárason. Það var eðlilega létt yfir þeim öllum eftir sigurinn í gær.

Eðlilega var mikið talað um Danaleikinn í gær en menn eru með báða fætur á jörðinni og eru farnir að hugsa um leikinn gegn Rússum í dag.

Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur HSÍ í Malmö

Tengdar fréttir

Strákarnir hafa klúðrað svona stöðu tvö EM í röð

Sigur strákanna okkar á Dönum í gær var frækinn og glæsilegur. Þetta er fjórða mótið í röð sem strákarnir byrja svona vel en þeim tókst samt að klúðra frábærri stöðu í síðustu tveimur keppnum og fara heim eftir riðlakeppnina.

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×