Watford kom sér af fallsvæðinu með þriggja marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Doucouré kemur Watford í forystu.
Doucouré kemur Watford í forystu. vísir/getty

Watford hélt uppteknum hætti undir stjórn Nigel Pearson þegar liðið heimsótti Bournemouth í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucouré var frábær á miðju gestanna í dag og vel við hæfi að hann kæmi liðinu í forystu eftir undirbúninga Ismaila Sarr á 42.mínútu.

Troy Deeney tvöfaldaði forystu Watford eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann fylgdi á eftir skoti Doucouré. Varamaðurinn Roberto Pereyra fullkomnaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 0-3.

Það hefur verið allt annað að sjá til Watford liðsins síðan Pearson tók við stjórnartaumunum í desember og er liðið nú taplaust í fimm deildarleikjum í röð. Bournemouth hins vegar í alls konar vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira