Enski boltinn

Ekkert lið í fimm sterkustu deildum Evrópu byrjað betur en Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-menn fagna Roberto Firmino sem skoraði eina markið gegn Tottenham.
Liverpool-menn fagna Roberto Firmino sem skoraði eina markið gegn Tottenham. vísir/getty

Byrjun Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er sú besta hjá liði í fimm sterkustu deildum Evrópu frá upphafi.

Í gær vann Liverpool 0-1 útisigur á Tottenham. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og gert eitt jafntefli. 

Liverpool hefur fengið 61 stig af 63 mögulegum og er með 16 stiga forskot á Leicester City sem er í 2. sæti.



Ekkert lið í fimm sterkustu deildum Evrópu (England, Spánn, Frakkland, Þýskaland og Ítalía) hefur verið með jafn mörg stig eftir 21 leik og Liverpool í vetur.

Paris Saint-Germain (2018-19), Manchester City (2017-18), Bayern München (2013-14) og Juventus (2018-19) áttu metið sem var 49 stig.

Þrettán af fimmtán bestu byrjunum liða eftir 21 leik hafa komið frá og með tímabilinu 2012-13 eins og sjá má hér fyrir neðan.



Það hefur þó komið fyrir í öðrum deildum Evrópu að lið hafi verið með 61 stig eftir 21 leik. AZ Alkmaar (1980-81), Celtic (2016-17) og Shakhtar Donetsk (2012-13) afrekuðu það öll.



Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester United sunnudaginn 19. janúar. United er eina liðið sem hefur tekið stig af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Tuttugasti sigur Liver­pool kom gegn Mourin­ho

Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið er með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á Tottenham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×