Handbolti

Þjálfari Dana: Rauða spjaldið á Landin var réttur dómur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atvikið örlagaríka þegar Landin braut á Ólafi í hraðaupphlaupi.
Atvikið örlagaríka þegar Landin braut á Ólafi í hraðaupphlaupi. vísir/epa

Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá dómurunum í leik Danmerkur og Íslands að gefa Niklas Landin rautt spjald. Jacobsen er hins vegar ósáttur við markvörðinn sinn.

Á 43. mínútu freistaði Landin þess að stela boltanum í hraðaupphlaupi Íslendinga. Það tókst ekki, hann rakst í Ólaf Guðmundsson sem skoraði og kom Íslandi yfir, 22-23.

Eftir að hafa skoðað atviki á myndbandi gáfu svartfellsku dómararnir Landin rauða spjaldið. Hann var þá búinn að verja átta skot, þar af eitt vítakast.

„Það lítur út fyrir að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur. Niklas rakst í hann. Þetta var að sjálfsögðu áfall því hann var að komast í gang,“ sagði Jacobsen við TV2 í Danmörku eftir leikinn í Malmö sem Ísland vann, 30-31.

„Það var engin ástæða fyrir hann að hlaupa út úr teignum og taka þessa áhættu,“ bætti Jacobsen við.

Landin var ekki sá eini sem fékk rauða spjaldið í leiknum. Elvar Örn Jónsson fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt. Sú þriðja kom þegar átta mínútur voru til leiksloka.


Tengdar fréttir

Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa

Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×