Handbolti

Evrópumeistararnir sýndu styrk sinn gegn Þjóðverjum | Serbar úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Spánverjar áttu ekki í vandræðum með að sigra Þjóðverja.
Spánverjar áttu ekki í vandræðum með að sigra Þjóðverja. vísir/getty

Evrópumeistarar Spánverja unnu öruggan sigur á Þjóðverjum, 33-26, í leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins 2020 í dag.

Spánn er með fjögur stig í efsta sæti C-riðils. Þýskaland er í 2. sætinu með tvö stig.

Staðan í hálfleik var 14-11, Spánverjum í vil. Evrópumeistararnir bættu svo í í seinni hálfleiknum og unnu á endanum sjö marka sigur, 33-26.

Alex Dujshebaev var markahæstur Spánverja með sjö mörk. Aleix Gomez og Jorge Maqueda skoruðu fjögur mörk hvor. Hendrik Pekeler skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja.

Í A-riðli vann Svartfjallaland Serbíu, 22-21. Þetta var fyrsti sigur Svartfellinga á EM frá upphafi.

Svartfjallaland er í 3. sæti A-riðils með tvö stig og mætir Hvíta-Rússlandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli. Serbía er í 4. sæti riðilsins án stiga og er úr leik.

Nemanja Grbović skoraði fimm mörk fyrir Svartfellinga. Lazar Kukić var markahæstur Serba með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×