Handbolti

Guð­jón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leik­maður í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur í leikslok.
Guðjón Valur í leikslok. vísir/skjáskot

Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag.

„Í augnablikinu er þetta alveg ótrúlega gaman og allt það en við hugsum aðeins út fyrir kassann. Þetta er fyrsti leikur. Þetta er einn leikur,“ sagði Guðjón Valur við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok.

„Ég væri til í fleiri stig fyrir þennan leik en þetta eru bara tvö stig. Þau verða vonandi mikilvæg. Við ætlum ekki gera sömu mistök og við höfum áður gert, að renna á rassinn eftir fyrsta leik.“

„Við vissum að við þyrftum að spila nánast okkar besta leik og vonast til þess að þeir spili ekki sinn besta leik. Það er erfitt að koma því í orð hversu góðir og hæfileikaríkir þeir eru.“

„Það sést í fyrri hálfleik Aron Pálmarsson að hann er einn topp þrír besti leikmaður í heimi. Hvað hann gerir og hvað hann gerir fyrir okkur. Jafnframt sjáum við líka að aðrir leikmenn stíga upp í síðari hálfleik og það er ómetanlegt og mikilvægt Þetta er gott fyrir okkur en vonandi erum við rétt að byrja.“

Guðjón segir að hann hafi messað yfir strákunum sínum fyrir leikinn. Þeir þyrftu að hafa trú á verkefninu.

„Þetta er sem við erum búnir að tala um. Ég sagði við strákanna fyrir leikinn að okkur treyst er verkefni því þjálfararnir telur okkur bestu leikmenn sem til eru. Ef maður er frír þá er það að taka skotið. Ekki koma sér út úr aðstæðum. Ekki vera farþegi. Maður á að trúa og treysta á eigin hæfileika, síðan sjáum við hvert það fer með okkur.“

En hvert stefnir þetta lið?

„Það er næsti leikur. Þannig er sportið. Við þurfum að pakka okkur inn í bómul núna og sofa vel og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það er allt annar handbolti spilaður þar. Markmiðið okkar verður það sama. Góður sigur en það er áfram gakk.“

Guðjón segir að stuðningurinn hafi gefið mikið í dag.

„Þetta gefur ótrúlega mikið og að vera í Höllinni og hlusta á Víkingaklappið og Danina púa á Víkingaklappið. Þá vissi maður að maður væri kominn inn undir hjá þeim og þeir orðnir pirraðir. Það er gaman að því.“

Klippa: Viðtal við Guðjón Val

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×