Margir ósáttir eftir að Regína og Max voru send heim: „Hneyksli“ Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 14:42 Max og Regína á úrslitastundu í gær. Vísir/Marinó Flóvent Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira